Hlaðvarp Röskvu
Í annarri seríu hlaðvarpsins, sem hefur göngu sína 29. júlí 2020, fær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, fyrrverandi ritari og kosningastjóri Röskvu, til sín góða gesti sem fjalla um málefni málefnadaga hvers mánaðar en þættirnir munu koma út mánaðarlega. Málefnadagar eru heiti yfir það að í hverjum mánuði er fjallað sérstaklega um einhver málefni hjá Röskvu, þá eru skrifaðar greinar, fjallað um málið í „story“ á Instagram og jafnvel haldnir viðburðir til að vekja athygli á því tiltekna máli. Í fyrstu seríu hlaðvarpsins fékk Isabel Alejandra Díaz, fyrrum varaforseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði, til sín góða gesti sem fjölluðu um hina ýmsu kima hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva er samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands sem hefur verið starfandi síðan árið 1988. @roskvaroskva á Facebook, Instagram og Twitter. Mynd: Alda Björk Stef: Sigurhjörtur Pálmason