loader from loading.io

#23 Forða þarf greiðslufalli sveitarfélagsins

Dagmál - Kosningar 2022

Release Date: 04/28/2022

#28 Meiri­hluta­mynd­an­ir í brenni­depli show art #28 Meiri­hluta­mynd­an­ir í brenni­depli

Dagmál - Kosningar 2022

Rykið er að setj­ast eft­ir sveit­ar­stjórna­kosn­ing­arn­ar um helg­ina, en víða er eft­ir­leik­ur­inn við meiri­hluta­mynd­un eft­ir. Þar bein­ast augu manna sér­stak­lega að borg­inni. Blaðamenn­irn­ir Gísli Freyr Val­dórs­son og Andrés Magnús­son fara yfir flókna stöðu og spá í spil­in.

info_outline
#27 Niðurtalningin er hafin show art #27 Niðurtalningin er hafin

Dagmál - Kosningar 2022

Nú eru innan við tveir sólarhringar í að kjörstaðir opni og fólk fær tækifæri til að velja fólk í sveitarstjórnir um land allt. Dagmál Morgunblaðsins hafa gert víðreist um landið og tekið púlsinn á pólitíkusum og kjósendum, allt frá Patreksfirði til Eskifjarðar og frá Húsavík til Vestmannaeyja. Andrés Magnússon, Karítas Ríkharðsdóttir og Stefán Einar Stefánsson, gera upp ferðalagið og ræða um það sem hæst bar á ferð þeirra um landið. Einnig ræða þau horfurnar í þeim sveitarfélögum þar sem spennan er hvað mest fyrir úrslitum...

info_outline
#26 Ótal tækifæri en atvinnustigið hátt show art #26 Ótal tækifæri en atvinnustigið hátt

Dagmál - Kosningar 2022

Ómar Garðarsson hefur lengi haft puttann á púlsinum í Eyjum. Hann segir forvitnilegt að fylgjast með pólitíkinni og að harkan sé mikil og persónuleg á þeim vettvangi. Honum kemur á óvart hversu mikil áhrif orrahríðin í tengslum við sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka virðist hafa. Hann segir mörg tækifæri blasa við atvinnulífinu í Eyjum, sem í sögulegu tilliti hefur byggt að langstærstum hluta á sjávarútvegi. Ferðaþjónustan eigi mikið inni, ekki síst með bættum samgöngum og þá sé fiskeldi einnig að skjóta rótum á svæðinu.

info_outline
#25 Grunnt á því góða í Eyjum show art #25 Grunnt á því góða í Eyjum

Dagmál - Kosningar 2022

Enn gætir mikillar spennu í pólitíkinni í Eyjum vegna þeirrar ákvörðunar Írisar Róbertsdóttur, oddvita H-listans að kljúfa sig út úr Sjálfstæðisflokknum árið 2018. Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðismanna segir að flokkurinn hafi jafnað sig fljótt á klofningnum en annað virðist koma í ljós í harðvítugum orðaskiptum þeirra í milli í Dagmálum. Flest bendir til allsherjaruppgjörs í pólitíkinni í Eyjum þann 14. maí. Sjálfstæðismenn efndu til prófkjörs fyrr á árinu og var þátttakan gríðarlega mikil. Af orðum Írisar og Njáls...

info_outline
#24 Bær sem er að breytast í borg show art #24 Bær sem er að breytast í borg

Dagmál - Kosningar 2022

Bárður Guðmundarson hefur frá barnsaldri fylgst með uppbyggingunni á Selfossi og lengi vel átti hann og rak helstu byggingavöruverslunina í bænum. Hann segir samfélagið hafa tekið stakkaskiptum. Á fyrri árum þekkti hann hvern einasta mann á svæðinu en nú taki hann fólk sérstaklega tali á götum bæjarins ef hann þekkir það - enda þekki hann mikinn minnihluta íbúanna. Meðal þeirra sem lagt hafa hvað þyngstu lóðin á vogarskálarnar í uppbyggingunni er Leó Árnason sem farið hefur fyrir uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi. Hann hefur óbilandi trú á...

info_outline
#23 Forða þarf greiðslufalli sveitarfélagsins show art #23 Forða þarf greiðslufalli sveitarfélagsins

Dagmál - Kosningar 2022

Árborg hefur verið í miklum vexti síðustu ár en flest bendir til þess að skuldir sveitarfélagsins verði orðnar um 30 milljarðar króna árið 2024. Bragi Bjarnason, nýr oddviti Sjálfstæðisflokks segir að snúa þurfi við rekstri sveitarfélagsins og breyta skipulagi til þess að það eigi fyrir skuldum á komandi árum. Sigurður Torfi Sigurðsson, oddviti VG vill leggja áherslu á jöfnuð og að dreifbýli og minni byggðakjörnum verði gert hærra undir höfði. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem vermir annað sætið hjá Samfylkingu en hefur setið í meirihluta...

info_outline
#22 Veitumálin stór biti show art #22 Veitumálin stór biti

Dagmál - Kosningar 2022

Tómas Ellert Tómasson er oddviti Miðflokksins í sveitarstjórn Árborgar. Hann er verkfræðingur og segir griðarlegt átak framundan við uppbyggingu fráveitumála. Hann hefur enga trú á því að komi til heitavatnsskorts á komandi árum. Nóg sé af vatnsauðlindum í nágrenni Selfoss sem hægt sé að hagnýta. Finna þurfi réttar lausnir. Í svipaðan streng tekur Arnar Freyr Ólafsson, oddviti Framsóknarflokks. Hann telur stór tækifæri framundan hjá Árborg en að fara þurfi vel með fjármuni sveitarfélagsins. Álfheiður Eymarsdóttir er oddviti Á-lista sem lengst af...

info_outline
#21 Vaxtarverkir í stað samdráttar show art #21 Vaxtarverkir í stað samdráttar

Dagmál - Kosningar 2022

Atvinnulíf í Ísafjarðarbæ hefur breyst mikið á undanförnum árum og mannlífið með því. Áður fyrr var það fremur einhæft og háð duttlungum náttúrunnar, jafnvel einangrað, en þó að sjávarútvegur sé þar enn ein helsta stoðin, þá hafa fleiri bæst við. Þar munar sjálfsagt mestu um fiskeldi á Vestfjörðum, auk þess sem samgöngubætur hafa gerbreytt stöðunni. Fjölbreytnin hefur einnig aukist, þannig að fólk hefur flust á svæðið í auknum mæli, enda nóga vinnu að fá og rými til nýsköpunar. Fyrir vikið hefur fasteignaverð hækkað ört og...

info_outline
#20 Ísafjörður kominn á vaxtarstig show art #20 Ísafjörður kominn á vaxtarstig

Dagmál - Kosningar 2022

Laxeldið við Ísafjarðardjúp hefur hleypt nýju lífi í samfélagið fyrir vestan og mikil þörf er á því að Ísafjarðarbær ljúki við nýtt deiliskipulag svo hægt sé að hraða uppbyggingu. Mikil þörf er fyrir íbúðarhúsnæði og hækkandi fasteignaverð veldur því að æ álitlegra er að láta verkin tala á íbúðamarkaði. Hefur fasteignaverð hækkað mikið í öllum byggðakjörnum á síðustu misserum. Fjögur framboð bítast um hylli íbúa sveitarfélagsins og flestir vilja sækja fram. Píratar vilja spila klóka vörn og ekki ana að neinu. Stefán Einar...

info_outline
#19 Gríðarleg verðmæti út af svæðinu show art #19 Gríðarleg verðmæti út af svæðinu

Dagmál - Kosningar 2022

Þótt aðeins búi um 1.100 manns í Vesturbyggð nema útflutningsverðmæti af starfsemi á svæðinu tugum milljarða á ári hverju. Gríðarlegur vöxtur í laxeldi bendir til þess að þau umsvif muni enn aukast til muna. Skjöldur Pálmason er framkvæmdastjóri og eigandi fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækisins Odda segir að ráðast þurfi í gríðarlega uppbyggingu vegakerfisins til þess að tryggja greiðar leiðir fyrir þessi verðmæti af svæðinu og út í heim. Barði Sæmundsson rekur Vélsmiðjuna Loga og hefur lengi haft puttana á púlsinum í atvinnulífinu á...

info_outline
 
More Episodes
Árborg hefur verið í miklum vexti síðustu ár en flest bendir til þess að skuldir sveitarfélagsins verði orðnar um 30 milljarðar króna árið 2024. Bragi Bjarnason, nýr oddviti Sjálfstæðisflokks segir að snúa þurfi við rekstri sveitarfélagsins og breyta skipulagi til þess að það eigi fyrir skuldum á komandi árum. Sigurður Torfi Sigurðsson, oddviti VG vill leggja áherslu á jöfnuð og að dreifbýli og minni byggðakjörnum verði gert hærra undir höfði. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem vermir annað sætið hjá Samfylkingu en hefur setið í meirihluta fyrir Á-lista á kjörtímabilinu segir stöðuna góða og að eðlilegt sé að það taki á í rekstrinum þegar sveitarfélagið vex hröðum skrefum.