loader from loading.io

Gullkastið – Arne Slot tekur við Liverpool

Gullkastið

Release Date: 04/29/2024

Gullkastið - Milljarðaliðið lagt show art Gullkastið - Milljarðaliðið lagt

Gullkastið

Arne Slot er ennþá að sanna sig í hlutverki stjóra Liverpool enda að stíga í risastór fótspor Jurgen Klopp. Leikur helgarinnar var töluvert blásinn upp sem fyrsta alvöru stóra prófið á hann sem stjóri Liverpool jafnvel þrátt fyrir að hann þriðji leikir hafi varið á Old Trafford, fynda við það er reyndar að hann hefur talað þannig sjálfur. Niðurstaðan var góður sigur á þessu sterka milljarðaliði Chel$ski með fullt af jákvæðum punktum án þess að þessi sigur hafi svarað öllum spurningum eða gert út um allar efasemdir. Enda þegar öllu er á...

info_outline
Gullkastið – Þyngra prógramm show art Gullkastið – Þyngra prógramm

Gullkastið

Enski boltinn fer að rúlla aftur um helgina, Chelsea bíður okkar mönnum á Anfield á sunnudaginn. Hitum upp fyrir það, skoðum hvaða áhrif innkoma Slot hefur á mismunandi leikmenn liðsins og stöður á vellinum. Bætum vængmanni við Ögurverk liðið og hitum upp fyrir helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.  /  / /  / 

info_outline
Gullkastið – Útisigur í London show art Gullkastið – Útisigur í London

Gullkastið

Liverpool er áfram á toppi Úrvalsdeildarinnar eftir ágætan útisigur á Selhurst Park í London og verður næstu vikur enda deildin komin í aðra pásu tímabilsins vegna landsleikja. Fréttir af samningsmálum leikmanna Liverpool, Ögverk liðið og hörku umferð að baki í enska boltanum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun  hér á þessum hlekk. ...

info_outline
Gullkastið – Slot vélin farin að malla show art Gullkastið – Slot vélin farin að malla

Gullkastið

Liverpool er á toppi Úrvalsdeildarinnar og með fullt hús stiga í Meistaradeildinni eftir leiki vikunnar þrátt fyrir að hvorugur hafi verið einhver flugeldasýning sem verður í minnum höfð. Áhugaverð úrslit í öðrum leikjum vikunnar og framundan er útileikur í London sem er síðasta verkefnið fyrir næsta landsleikjahlé. Það koma svo tveir inná miðjuna í Öguverk liðinu Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Ef fólk vill skoða upphitun...

info_outline
Gullkastið - Aftur upp á hestinn show art Gullkastið - Aftur upp á hestinn

Gullkastið

Liverpool kom sterkt til baka eftir slæmt tap gegn Forest. Ansi magnaður leikur í Mílanó og síðan örugg þrjú stig á heimavelli ættu að vísa liðinu inn á rétta braut, í sveitinni var manni sagt að þegar maður dytti að baki þá bara strax aftur upp og af stað og það gekk eftir. Þessa dagana er málið að klára leiki og undirbúa sig fyrir þá næstu, framundan er að hefja titilvörnina í Carling cup gegn West Ham og svo ferðalag til Wolverhampton í deildinni, bæði lið sem hafa komið löskuð undan sumri en verða sannarlega ekki einfaldur biti að kyngja....

info_outline
Gullkastið – Skítur Skeður show art Gullkastið – Skítur Skeður

Gullkastið

Liverpool tók þessa líka hvellskituna í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og sparkaði öllum jákvæðum straumum eftir byrjun tímabilsins langt út á haf. Afleit byrjun á rosalegu leikaprógrammi fram að næsta landsleikjaglugga. Lið sem ætlar sér eitthvað í Úrvalsdeildinni má hreinlega ekki tapa fyrir Forest heima, það er ekki í boði. AC Milan bíður næst á San Siro og svo er það Bournemouth úti um helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda...

info_outline
Gullkastið - Alvaran tekur við á ný show art Gullkastið - Alvaran tekur við á ný

Gullkastið

Hitum upp fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum sem fer aftur að rúlla eftir landsleiki. Hvernig er staðan á hinum stóru liðunum, Ögurverk liðið og fókus á Nottingham Forrest sem mæta næst á Anfield Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.  /  / /  / 

info_outline
Gullkastið – Leikhúsveisla show art Gullkastið – Leikhúsveisla

Gullkastið

Liverpool leiðrétti pirrandi viðureignir síðasta tímabils gegn Man Utd um helgina með alvöru afgreiðslu. Arne Slot gat ekki staðist fyrsta stóra prófið mikið betur og Liverpool fer inn í landsleikjahlé í kjörstöðu. Leikmannaglugganum var lokað fyrir helgi með nokkrum áhugaverðum leikmannaviðskiptum. Skoðum það, Ögverk lið aldarinnar og leiki helgarinnar á Englandi. Gegguð helgi og þrumustuð í Gullkasti Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda...

info_outline
Gullkastið – Óvænt slúður show art Gullkastið – Óvænt slúður

Gullkastið

Lokavikan á leikmannamarkaðnum og Liverpool virðist loksins vera eitthvað að láta til sín taka. Federico Chiesa er heitasta nafnið í slúðrinu núna en hann er óvænt orðaður við Liverpool. Leikmaður sem verður 27 ára í haust og hefur verið á radar hjá Liverpool í nokkur ár. Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér eftir erfið meiðsli árið 2021 og er ekki í plönum Motta hjá Juventus og á aðeins ár eftir af samningi þar. Áður er hann meiddist var hann hinsvegar besti maður ítala þegar þeir unnu EM og einn heitasti leikmaður Evrópu. Auk Chiesa er...

info_outline
Gullkastið - Ballið byrjað show art Gullkastið - Ballið byrjað

Gullkastið

Sigur á nýliðum Ipswich í fyrsta leik tímabilsins og tími Arne Slot formlega hafinn. Er liðið tilbúið í heilt tímabil eða lætur Liverpool loksins til sín taka á leikmannamarkaðnum? Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.  /  / /  / 

info_outline
 
More Episodes

Arne Slot stjóri Feyenoord tekur við Liverpool liðinu í sumar eftir að félögin náðu samkomulagi þar um skv. fréttum í síðustu viku. Þessar stórfréttir voru helstu fókus okkar að þessu sinni.
Verkefnið verður kannski ekki eins erfitt og leit út fyrir nokkrum vikum þar sem þetta tímabil hefur endanlega farið fjandans til í undanförnum leikjum.
Liðið er þó blessunarlega svo gott sem komið í Meistaradeildina á nýjan leik og eiga í næstu umferð lið sem langar mikið að verða fjórði og síðasti fulltrúi Englands í þeirri keppni á næsta tímabili.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

 
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done