Gullkastið
Liverpool er búið að spila fjóra leiki um jól og áramót, sigur í einum þeirra gegn Southampton í deildarbikar og slátrun í hinum þremur. Fjórtán mörk í þremur deildarleikjum og þar af ellefu í London. Geggjaður endur á árinu og við hæfi að henda í smá uppgjör. Leikmannaglugginn opnar á miðvikdaginn og Liverpool fær Man Utd í heimsókn á sunnudaginn. Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði Húsasmiðjunnar. Við félagarnir á Kop.is viljum annars nota tækifærið og þakka lesendum, hlustendum og ferðafélögum síðunnar...
info_outline Gullkastið – Tvö Töpuð StigGullkastið
Liverpool lenti í ótrúlegu mótlæti gegn Fulham og tapaði á endanum ósanngjarnt tveimur stigum í leik þar sem stóru atvikin féllu svo sannarlega ekki með okkar mönnum, ekkert þeirra. Engu að síður sæmilegt stig m.v. að liðið var marki undir þegar Robertson var sendur í bað og því manni færri í 74.mínútur plús 16.mínútur í uppbótartíma. Samtals 90 mínútur og það voru svo sannarlega ekki 10 leikmenn Liverpool sem voru að reyna tefja og halda stiginu á lokamínútunum. Ögurverk liðið er á sínum stað og sem og fagmaður vikunnar í boði...
info_outline Gullkastið – Þáttur 500Gullkastið
Hlaðvarpsþættir Kop.is hófu göngu sína 25.maí árið 2011 og hafa síðan þá verið stór partur af starfsemi síðunnar. Þátturinn í þessari viku er númer 500 og er Gullkastið elsta starfandi hlaðvarp landsins og reyndar þó víðar væri leitað. Til að fagna þessum tímamótum fengum við tvær kempur með okkur í þáttinn í þessari viku sem vart þarf að kynna frekar, meistara Bjössa Hreiðars og Hödda Magg. Liverpool leik helgarinnar var reyndar frestað en staðan á toppnum vænkaðist eiginlega engu að síður, hressandi yfirferð yfir það helsta í...
info_outline Gullkastið – Olíulaust Man CityGullkastið
Þvílík vika, Real Madríd var pakkað saman í miðri viku og Man City jafnvel ennþá meira sannfærandi um helgina. Liverpool er afgerandi á toppnum allsstaðar fyrir vikið. Framundan eru tveir erfiðir útileikir, Newcastle á St. Jamses áður en Liverpool heldur í síðasta skipti yfir Stanley Park til að spila í Guttagarði. Ljómandi að losna við þá úr hverfinu. Ögurverk liðið er á sínum stað, það var töluverð barátta um fagmann vikunnar í boði Húsasmiðjunnar – Gjafaleikur Minnum áfram á Happatreyjur.is eru auðvitað jólagjöfin í ár, endilega...
info_outline Gullkastið – Átta Stiga ForskotGullkastið
Það var hvorki sannfærandi en sérstaklega fallegt þessa helgina en Liverpool er komið með átta stiga forskot á toppnum eftir aðeins 12 umferðir, það er sérstaklega fallegt og sannfærandi. Framundan er rosalegt leikjaprógramm sem byrjar á Real Madríd með Man City í eftirrétt! Bætum miðvörðum við Ögurverks liðið og óskum eftir djúpum miðjumanni við næst í þetta lið Brostinna vona. Spáum svo auðvitað í því helsta frá síðustu helgi. – Gjafaleikur Einnig var dregið út og tilkynnt sigurvegarann í Happatreyjur.is leiknum og þökkum við...
info_outline Gullkastið - Southampton á SunnudaginnGullkastið
Síðasta landsleikjapása ársins er á enda og deildarleikur gegn Southampton framundan úti á sunnudaginn. Eftir það taka við öllu stærri verkefni með Real Madríd og Man City á dagskrá. Skoðum hvernig landið liggur eftir landsleiki, spáum í leikjum helgarinnar. Ögurverk liðið er að sjálfstöðu á sínum stað. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn – Gjafaleikur Fyrir ykkur sem eruð í vandræðum með jólagjöfina í ár þá er húna á sem við ræðum betur í þættinum. Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan...
info_outline Pub Quiz Kop.isGullkastið
Kop.is samsteypan kom saman laugardaginn 2.nóvember og tók upp Pub Quiz sem Daníel Brandur hélt utan um strax í kjölfarið á góðum sigri Liverpool á Brighton. Vægast sagt ekki auðvelt quiz en við ákváðum að prufa að taka þetta upp og leyfa hlustendum að vera með líka. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. / / / /
info_outline Gullkastið – Liverpool Á Toppnum Allsstaðar!Gullkastið
Það er erfitt að teikna fótboltahelgi mikið betur upp en við gerðum núna um helgina. Kop.is fór í frábæra hópferð til Liverpool, kvöldleikur á laugardegi á Anfield með frábæru upphitunaratriði frá Man City rétt fyrir leik. Arsenal og Chelsea töpuðu stigum daginn eftir og svo þegar við lentum á Íslandi var dómaraferli David Coote lokið. Þetta allt í kjölfar þess að Liverpool pakkaði ósigrandi liði Leverkusen saman á Anfield og fer inn í landsleikjahlé á toppnum allsstaðar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum...
info_outline Gullkastið – Fullkomin helgiGullkastið
Liverpool vann og allir helstu keppinautarnir töpuðu, það var erfitt að teikna þessa helgi mikið betur upp. Tveir baráttusigarar á þrælgóðu Brighton liði og City og Arsenal misstigu sig bæði nokkuð illa. Nýtt Ögurverk lið er á sínum stað skipað helstu vonarstjörnum Liverpool og byrjum við á stöðu markmanns. Endilega hjálpið okkur að velja fyrir næstu viku þegar við ætlum að skoða vinstri bakverði. Næsta vika er síðasta vikan fyrir enn eitt helvítis landsleikjahléið en heldur betur með flugeldasýningum. Xabi Alonso hans ósigrandi Leverkusen lið...
info_outline Gullkastið – All eras come to an endGullkastið
Liverpool kom tvisvar til baka í London til að næla í ágætt stig á Emirates í stórleik helgarinnar eftir góðan sigur í Leipzig í miðri viku. Slot heldur áfram að standast stóru prófin með sóma. Svekkjandi að vinna ekki Arsenal auðvitað en alvöru áfallið kom í dag þegar Man Utd sagði Erik Ten Hag mjög ósanngjarnt upp störfum, hann sem var bara rétt að byrja. Nýtt Ögurverk lið og þessi vika inniheldur tvo leiki gegn spræku Brighton liði. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins...
info_outlineÞó að Liverpool sé ekki enn byrjað að láta taka til sín á leikmannamarkaðnum hefur alveg verið smá lífsmark það sem af er sumri. Skoðum aðeins hvað Liverpool er líklegt til að gera og sem og helstu keppinautar.
Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done