loader from loading.io
Verum hraust #10 - Ásgeir Sigurgeirsson show art Verum hraust #10 - Ásgeir Sigurgeirsson

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Ásgeir er skotíþróttamaður sem sérhæfir sig í loftskammbyssu og frískammbyssu.

info_outline
Verum hraust #9 - Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir show art Verum hraust #9 - Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur verið lykilmanneskja í landsliði Íslands um árabil þrátt fyrir ungan aldur. Guðbjörg Jóna er Ólympíumeistari ungmenna í 200m hlaupi, en þeim merka áfanga náði hún árið 2018 í Argentínu og er hún eini Íslendingurinn sem á gull frá Ólympíuleikum ungmenna.

info_outline
Verum hraust #8 - Valgarð Reinhardsson show art Verum hraust #8 - Valgarð Reinhardsson

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Kristín Birna Ólafsdóttir heyrir í Valgarði Reinhardssyni afreksmanni í fimleikum og spyr hann út í ferilinn.

info_outline
Verum hraust #7 - Ólafía Þórunn Kristinsdóttir show art Verum hraust #7 - Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Ragna Ingólfsdóttir heyrir í Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur atvinnukylfingi og spyr hana út í ferilinn.

info_outline
Verum hraust #6 - Karen Knútsdóttir show art Verum hraust #6 - Karen Knútsdóttir

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Kristín Birna Ólafsdóttir spjallar við Kareni Knútsdóttur handknattleikskonu um ferilinn, æfingar hérlendis sem og erlendis og ýmislegt annað skemmtilegt.

info_outline
Verum hraust #5 - Guðni Valur Guðnason show art Verum hraust #5 - Guðni Valur Guðnason

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Kristín Birna Ólafsdóttir heyrir í Guðna Val Guðnasyni Ólympíufara og Íslandsmethafa í kringlukasti og spyr hann út í ferilinn.

info_outline
Verum hraust #4 - Júlían J. K. Jóhannsson show art Verum hraust #4 - Júlían J. K. Jóhannsson

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Ragna Ingólfsdóttir heyrir í Júlían J. K. Jóhannssyni stigahæsta kraftlyftingamanni Íslandssögunnar og spyr hann út í ferilinn.

info_outline
Verum hraust #3 - Brynjar Gunnarsson show art Verum hraust #3 - Brynjar Gunnarsson

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson heyrir í Brynjari Gunnarssyni frjálsíþróttaþjálfara og spyr hann út í lífið og tilveruna.

info_outline
Verum hraust #2 - Guðlaug Edda Hannesdóttir show art Verum hraust #2 - Guðlaug Edda Hannesdóttir

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Ragna Ingólfsdóttir heyrir í Guðlaugu Eddu Hannesdóttur þríþrautarkonu og spyr hana út í lífið sem afreksíþróttakona.

info_outline
Verum hraust #1 - Anton Sveinn McKee show art Verum hraust #1 - Anton Sveinn McKee

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ

Ragna Ingólfsdóttir heyrir í Antoni Sveini McKee sundmanni og spyr hann út í lífið sem atvinnumaður í sundi.

info_outline
 
More Episodes

Karen Knútsdóttir er landsliðskona í handknattleik og leikstjórnandi með meistaraflokki kvenna í Fram. Hún hefur náð frábærum árangri með liðinu og liðið hefur nokkrum sinnum orðið Íslands- og bikarmeistari. Karen var erlendis í atvinnumennsku um árabil og spilaði með þrem mismunandi liðum; Nice í Frakklandi, SönderjyskE í DK og Blomberg/Lippe í Þýskalandi. Karen hefur verið einn lykilleikmaður íslenska landsliðsins í yfir áratug og spilað með liðinu á þrem stórmótum.

Karen eignaðist nýlega barn en stefnir ótrauð á að snúa aftur til keppni fljótlega.

Í viðtalinu, sem er tekið af Kristínu Birnu Ólafsdóttur, talar Karen um ferilinn, æfingar hérlendis sem og erlendis og ýmislegt annað skemmtilegt.