loader from loading.io

#262 Ívar Orri með Sölva Tryggva (Hluti 1)

Sölvi Áskriftarþættir

Release Date: 04/07/2024

#284 Brynjar Karl með Sölva Tryggva show art #284 Brynjar Karl með Sölva Tryggva

Sölvi Áskriftarþættir

Brynjar Karl Sigurðsson er án vafa umdeildasti þjálfari Íslands. Hann hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu.  Í þættinum ræða Sölvi og Brynjar um skapgerð, hugrekki, samfélagið, þjálfun og margt margt fleira.

info_outline
#283 Frosti Loga snýr aftur show art #283 Frosti Loga snýr aftur

Sölvi Áskriftarþættir

Frosti Logason er þrautreyndur fjölmiðlamaður sem nýverið stofnaði fjölmiðilinn Brotkast. Frosti er þekktur fyrir að segja það sem hann hugsar og fjalla um mál sem margir leggja ekki í. Í þættinum ræða Frosti og Sölvi um stöðu fjölmiðla í heiminum, ritskoðun, matrix-ið og samsæriskenningar, stöðuna í íslensku samfélagi og margt fleira.

info_outline
#282 Egill Ólafsson með Sölva Tryggva show art #282 Egill Ólafsson með Sölva Tryggva

Sölvi Áskriftarþættir

Egill Ólafsson er löngu orðin goðsögn í íslensku menningarlífi. Hann á að baki magnaðan feril sem spannar áratugi í bæði tónlist og leiklist. Egill greindist nýverið með Parkinson sjúkdóminn og ákvað strax að tala um þá baráttu opinberlega. Í þættinum fara Sölvi og Egill yfir feril Egils, baráttuna við Parkinson, íslenskt samfélag, leiðir til að finna þakklæti og hamingju og margt margt fleira.

info_outline
#281 Logi Pedro með Sölva Tryggva show art #281 Logi Pedro með Sölva Tryggva

Sölvi Áskriftarþættir

Logi Pedro Stefánsson er tónlistarmaður sem skaust hratt upp á stjörnuhimininn og hefur verið í sviðsljósinu síðan hann var mjög ungur. Í þættinum ræða Sölvi og Logi um uppreisnareðli, listir og sköpun, sjálfsábyrgð, pólariseringu í samfélaginu og margt margt fleira.

info_outline
#280 Kristján Þór með Sölva Tryggva show art #280 Kristján Þór með Sölva Tryggva

Sölvi Áskriftarþættir

Kristján Þór Gunnarsson er læknir sem er óhræddur við að ræða um mikilvæg mál. Í þættinum ræða Sölvi og Kristján um heilsu, lækningar, samfélagssjúkdóma, faraldur heilsuleysis í tengslum við breytingar á lífsstíl og margt fleira. 

info_outline
#279 Baltasar Kormákur með Sölva Tryggva show art #279 Baltasar Kormákur með Sölva Tryggva

Sölvi Áskriftarþættir

Baltasar Kormákur er farsælasti leikstjóri Íslandssögunnar. Hann braut sér leið inn í Hollywood, þar sem hann hefur leikstýrt fjölmörgum myndum og samhliða opnað tækifæri fyrir marga Íslendinga í kvikmyndabransanum. Í þættinum ræða Sölvi og Baltasar um magnaða sögu þessa merkilega manns, viðskipti, hugrekki, sýn á framtíðina, sjálfsvinnu og margt margt fleira. 

info_outline
#278 Júlía Óttarsdóttir með Sölva Tryggva show art #278 Júlía Óttarsdóttir með Sölva Tryggva

Sölvi Áskriftarþættir

Júlía Óttarsdóttir er mögnuð ung kona sem hefur verið óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu. 19 ára gömul sneri hún baki við djamminu, flutti úr landi og skipti gjörsamlega um takt í lífinu. Í þættinum ræða Sölvi og Júlía um andlega vakningu, heilsu, sjálfsábyrgð, náttúruna og landið okkar og margt fleira. 

info_outline
#277 Birgir Örn með Sölva Tryggva (Hluti 2) show art #277 Birgir Örn með Sölva Tryggva (Hluti 2)

Sölvi Áskriftarþættir

Birgir Örn Sveinsson á stórmerkilega sögu og var meðal annars fyrstur til að koma með Ayahuasca til Íslands eftir að hafa búið í Amazon frumskóginum. Í þættinum ræða hann og Sölvi um Miklahvell, sögu mannsins, hugvíkkandi efni, stöðuna í heiminum og margt fleira.

info_outline
#276 Birgir Örn með Sölva Tryggva (Hluti 1) show art #276 Birgir Örn með Sölva Tryggva (Hluti 1)

Sölvi Áskriftarþættir

Birgir Örn Sveinsson á stórmerkilega sögu og var meðal annars fyrstur til að koma með Ayahuasca til Íslands eftir að hafa búið í Amazon frumskóginum. Í þættinum ræða hann og Sölvi um Miklahvell, sögu mannsins, hugvíkkandi efni, stöðuna í heiminum og margt fleira.

info_outline
#275 Svali Kaldalóns með Sölva Tryggva show art #275 Svali Kaldalóns með Sölva Tryggva

Sölvi Áskriftarþættir

Svali Kaldalóns er einn reyndasti útvarpsmaður Íslands. Hann hafði starfað í áratugi í fjölmiðlum þegar hann skipti um takt og flutti með allri fjölskyldunni til Tenerife til að elta óvissuna og drauminn um nýtt líf. Í þættinum ræða Sölvi og Svali um fjölmiðla, heilsu, samfélagsmál, Tenerife-ævintýrið, krísuna við að verða miðaldra og margt fleira.

info_outline
 
More Episodes

Ívar Orri Ómarsson er frumkvöðull og rekstarmaður sem hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir boðskap sinn um heilbrigðan lífsstíl á samfélagsmiðlum. Hann segir sjálfur að þegar hann greindist með sykursýki hafi hann fengið andlega vakningu og gjörbreytt lífi sínu. Í þættinum ræða Sölvi og Ívar um sögu Ívars, heilbrigðan lífsstíl og heilsu, hugrekki, karlmennsku, blekkingar í kerfinu og margt fleira.